Levon Aronian fékk aðstoð við að komast í útsláttarkeppnina!

Undankeppni Sklling Open lauk í gær á Chess24. Keppnin varð æsispennandi og svo fór að aðeins einum vinningi munaði á efsta manni og þeim í tíunda sæti. Áttunda sætið gaf síðasta sætið í útsláttarkeppninni og svo fór að Anish Giri sem efstur var eftir 10 umferðir rétt komst í útsláttarkeppnina og mætir Magnúsi Carlsen í kvöld.

Alireza Firouzja sat eftir með sárt ennið þrátt fyrir frábær tilþrif í gær.

Lokstaðan:

Það réðist á innybyrðisúrlsitum hverjir komust áfram í útsláttarkeppnina.

Nánar má lesa gang gærdagsins á Chess24.

Í dag kl. 17 hefst útsláttarkeppnin með átta manna úrslitum.

- Auglýsing -