Áberandi skiltastandar Fjölnis.

Við upphaf fjölmennrar skákæfingar Fjölnis færði Magnús I. Guðmundsson frá Áberandi ehf. Skákdeild Fjölnis tvo glæsilega skiltastanda (rollup) sem Fjölnis-skákmenn geta sett upp og kynnt skákdeildina í kringum alla skákviðburði á vegum deildarinnar.

Magnús á son sem æfir með Skákdeild Fjölnis og hefur hann sem foreldri fylgst af áhuga með barna-og unglingastarfi deildarinnar.

Í samráði við Skákdeild Fjölnis ákvað Magnús og fyrirtæki hans Áberandi ehf. að færa skákdeildinni þessa glæsilegu gjöf.

Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hlýhug og velgjörð í garð skákstarfsins. Við tilefnið afhenti hann Magnúsi digital skákklukku sem þakklætisvott fyrir framtakið.

- Auglýsing -