Dubov fagnar sigri - Magnús getur ekki falið vonbrigði sín.

Það gerðust óvæntir hlutir á Airthings Masters mótinu í gær á Chess24. Fjórir efstu menn úr undankeppninni féllu allir úr leik! Langmesta athygli vakti auðvitað að Daniil Dubov vann sigur á Magnúsi Carlsen 2½-½ eftir að hafa snúið tapaðri stöðu sér í vil í þriðju skákinni. Heimsmeistarinn var eðli málsins ekki mjög kátur, tók forseta Bandaríkjanna sér til fyrirmyndar, og fékk smá útrás fyrir reiði sinni á Twitter. Hann breytti þó út frá munstri forsetans þegar hann tísti skömmu síðar á ný og óskaði Dubov til hamingju og sagði hann verðugan andstæðing og frábæran félaga.

Levon Aronian vann bæði einvígin á móti Nakamura. Hin tvö einvígin fóru alla leið í bráðabana. MVL lagði Wesley So að velli með jafntefli með svörtu og sama gerði Radjabov á móti Ian Nepomniachtchi.

Nepo fékk líka smá útrás á Twitter.

Undanúrslit hefjast í dag kl. 14. Þar mætast Dubov-Radjabov og Aronian-MVL.

Teflld eru tvö fjögurra skáka atskákeinvígi (15-10). Verði jafntefli verður teflt til þrautar með skemmri umhugsunartíma.

Sjá nánar á Chess24.

- Auglýsing -