Frá fyrstu umferð. Mynd: Ríkharður Sveinsson.

Skákþing Reykjavíkur hófst í gær með fyrstu umferð. Alls taka 57 skákmenn þátt og meðal keppenda eru stigahæsti skákmaður landsins, Hjörvar Steinn Grétarsson (2576), og Íslandsmeistarinn í skák, Guðmundur Kjartansson (2488).  Úrslit urðu hefðbundin það er hinir stigahærri unnu hina stiglægri með einni undantekningu þó því hinn stigalausi Einar Ágúst Árnason lagði Oddgeir Ottesen (1814) að velli.

Úrslit 1. umferðar

Önnur umferð fer fram á miðvikudagskvöldið og hefst kl. 19. Þá minnkar stigamunurinn en er engu að síður býsna mikill á flestum borðum.

Pörun 2. umferðar

- Auglýsing -