Esipenko brosir eftir sigur á Magnúsi. Mynd: Jurriaan Hoefsmit/Alina l'Ami, Tata Steel Chess Tournament 2021

Ungu skákmennirnir eru að stela senunni á Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee. Hinn 17 ára, Alireza Firouzja (2749) vann Pentala Harikrishna (2732) í áttundu umferðinni í gær. Hans þriðji sigur í röð og er nú einn efstur. Magnús Carlsen (2862) tapaði fyrir hinum unga “lítt þekkta” Rússa Andrey Esipenko (2677), sem er aðeins 18 ára og félagsmaður í SSON.

Esipenko fann að sjálfsögðu vinningsleiðina og innbyrti sigurinn örugglega.

Menn hafa rifjað upp á netinu mynd frá Tal Memorial árið 2013 af þeim félögunum.

Allir keppendur fóru í Covid-próf í gær og Magnús sló á létta strengi að því loknu.

 

Úrslit 8. umferð

Firouzja er efstur með 5½ vinning. Giri, Caruana, Esipenko og Van Foreest hafa 5 vinninga. Carlsen er í 7.-8. sæti með 4 vinninga.

Mótstaflan

Frídagur er í dag. Í níundu umferð sem fram fer á morgun mætast ungu mennirnir Firouzja og Esipenko og svo hins vegar Norðurlandabúarnir Carlsen og Grandelius.

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -