Ný alþjóðleg skákstig eru komin út. 388 íslenskir skákmenn hafa virk skákstig og fækkar um 5 frá síðasta lista. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Óli Pálsson hækkar mest frá apríl-listanum.

Stigahæstu skákmenn landsins

Hjörvar Steinn Grétarsson (2588) er langstigahæsti skákmaður landsins. Hann bætir auk þess við sig 5 stigum með sigrinum á Skákþingi Íslands. Hannes Hlífar Stefánsson (2532) og Jóhann Hjartarson (2523) koma næstir.

Topp 20 

Topp 100 má finna hér. 

Mestu hækkanir

Óli Pálsson (+37) hækkar mest allra frá apríl-listanum. Í næstu sætum eru Davíð Stefánsson (+25) og Tryggvi K. Þrastarson (+23).

Eftirtaldir hækka um 10 skákstig eða meira

Reiknuð skákmót

Aðeins tvö kappskákmót voru reiknuð til stiga, þ.e. öðlinga- og yrðlingamótin. Auk þeirra tvö mót með skemmri umhugsunartíma.

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2847) er stigahæsti skákmaður heims. Fabiano Caruana (2820) er annar og Ding Liren (2799) þriðji. Áskorandinn Ian Nepomniachtchi (2792) er fjórði.

- Auglýsing -