Guðmundur teflir í Varsjá þessa dagana.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson (2517), teflir alþjólegu móti í Prag í Tékklandi. Hann hefur 5½ vinninga að loknum 7 umferðum og hefur vinningsforskot á næstu menn. Í gær gerði hann jafntefli við slóvakíska alþjóðlega meistarann Matej Hrabusa (2350).

Um er að ræða 10 manna lokaðan flokk. Meðalstigin eru 2388 skákstig og er Hannes stigahæstur keppenda.

Guðmundur Kjartansson (2496) teflir á minningarmóti um Najdorf sem fram fer í Varsjá í Póllandi.

Gummi gerði jafntefli við hina pólsku Oliwia Kiolbasa (2255), sem er alþjóðlegur meistari kvenna. Hann hefur 4½ vinning eftir 7 umferðir og er í 22.-49. sæti.

Um er að ræða 174 manna flokk og er Guðmundur níundi í stigaröð keppenda.

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2361), hefur í dag þátttöku á alþjóðlegu móti í Arandjelovac í Serbíu.

- Auglýsing -