Frá fyrstu umferð. Mynd: Ingibjörg Edda.

Segja má að skákvertíðin í „haust“ hafi hafist formlega í dag þegar fyrsta umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands fór fram. Mótið er óvenju snemma á ferðinni þetta skákárið sem rekja má til Kviku Reykjavíkurskákmótsins – EM einstaklinga sem hefst 26. ágúst. Í framhjáhlaupi má nefna það að skráningafrestur fyrir Íslendinga á EM rennur ekki út fyrr en 20. ágúst nk!

Skráningarform

33 keppendur taka þátt í áskorendaflokknum og er mótið  sterkt. Tíu keppendur hafa meira en 2000 skákstig. Alþjóðlegi meistarinn, Einar Hjalti Jensson (2349), er langstigahæstur keppenda.

Benedikt Briem gerði jafntefli við Einar Hjalta. Mynd: Ingibjörg Edda.

Úrslit í fyrstu umferð urðu öll nema ein á þann veg að hinn stigaværri vann. Nema á fyrsta borði því þar gerði Benedikt Briem (1858) sér lítið fyrir og gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann.

Tvær umferðir fara fram og morgun og hefst sú fyrri kl. 10 og sú síðari kl. 16. Beinar útsendingar munu hefjast frá og með 4. umferð á mánudaginn.

Vegna Covid-19 hafa verið settar sérstakar reglur ef til þess að ekki sé hægt að halda mótið samkvæmt dagskrá.

  • Ef sex umferðum eða fleiri er lokið gildir staðan á þeim punkti sem lokastaða
  • Ef færri en sex umferðum er lokið verður reynt að klára mótið við fyrsta tækifæri – þó aldrei með minna en vikufyrirvara.
  • Ef keppendur geta ekki teflt vegna veikinda/sóttkvíar – verður ekki hægt að fresta skákum. 
- Auglýsing -