Sjö skákmenn eru enn með fullt hús á Kviku Reykjavíkurskákmótinu – EM einstaklinga að loknum þremur umferðum.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2603) tefldi á efsta borði gegn stigahæsta skákmanni Þjóðverja, Matthias Bluebaum (2674), og skildu leikar jafnir eftir dýnamíska skák.

Skákin er skýrð hér:

Hægt er að skoða skákina hér:

Þeir Hannes Hlífar Stefánsson (2519) og Héðinn Steingrímsson (2519) gerðu báðir góð jafntefli við stigaháa andstæðinga í dag og eru báðir taplausir.

Þeir Helgi Áss Grétarsson (2447) og Vignir Vatnar Stefánsson (2371) unnu stigalægri andstæðinga í dag og eru einnig með 2 vinninga eins og Hannes og Héðinn.

Margar skemmtilegar viðureignir fóru fram í dag. Til dæmis mættust feðgar, systkini og svo varaformaður skáksambandsins gegn stjúpsyni forsetans!

Briem systkinin
Varaforseti og stjúpsonur forseta!
Möller feðgar

Hilmir Freyr Heimisson (2309) tapaði sinni skák í dag gegn Levan Pantsulaia en hafði fín færi með svörtu mönnunum. Hilmir er að tefla vel á mótinu! Aðdáendur Martin Wecker (2195) þurftu loks að sætta sig við að sjá sinn mann lúta í dúk!

Fjölmargar skemmtilegar skákir voru á dagskrá í dag eins og sjá má í útsendingu dagsins, Ivan Sokolov og Ingvar Þór Jóhannesson sáu um skýringar.

Vert er að minnast á það að áhorfendur eru velkomnir í bíósalinn að fylgjast með skýringum en N.B. þær fara fram á ensku. Jafnframt er vegleg bókasala frá Skákbúðinni hjá bíósalnum og Fischer sýning með fjölda mynda.

Pörun fjórðu umferðar er komin á chess-results. Einhver töf var á pörun þar sem einn keppenda tilkynnti eftir sína skák að hann væri með einkenni. Hann fer í próf og var ekki paraður í fjórðu umferð.

Öll úrslit má svo nálgast á Chess-results

Mótið á Chess-results

Heimasíða mótsins

Myndir frá 3. umferð IÞJ

Myndir frá 3. umferð ÞM

- Auglýsing -