Ágætlega gekk í sjöttu umferð EM ungmenna í netskák sem fram fór í gær. Alls kom 9½ vinningur í hús. Hæsta vinningshlutfallið hingað til. Sigurður Páll Guðnýjarson (u10), Mikael Bjarki Heiðarsson (u12), Matthías Björgvin Kjartansson (u12), Arnar Logi Kjartansson (u12), Jóhann Helgi Hreinsson (u12), Markús Orri Jóhannsson (u12), Guðrún Fanney Briem (u12), Iðunn Helgadóttir (u14) og Alexander Oliver Mai (u18) unnu öll sínar skákir.

Matthías Björgvin og Gunnar Erik Guðmundsson (u14) eru efstir íslensku ungmannina með 3 vinninga, Jóhann Helgi og Ingvar Wu Skarphéðinsson (u14) hafa 2½ vinning.

Sjöunda umferð hefst í dag kl. 14.

Úrslit 6. umferðar

 

Tefld er kappskák og er mótið reiknað til skákstiga. Í fyrsta skipti þar sem Íslendingar tefla netskák sem reiknuð er til alþjóðlegra skákstiga.

Ýmsar leiðir eru að til að fylgjast með mótinu. Í síma er afar þægilegt að nota appið Followchess.

- Auglýsing -