Lokaumferðin á Íslandsmóti öldunga (65+) var svo sannarlega æsispennandi eins og við mátti búast! Fyrir umferðina voru þrír skákmenn efstir og jafnir og óhætt að segja að allt gæti gerst!

Ólafur Kristjánsson, Björgvin Víglundsson og Þór Valýtsson voru allir með 3,5 vinning af 5 mögulegum fyrir lokaumferðina. Fast á hæla þeirra komu Haraldur Haraldsson og Júlíus Friðjónsson með 3 vinninga.

Fyrstu úrslit í hús var sigur Júlíusar gegn Ólafi Kristjánssyni. Eftir þessi úrslit var ljóst Ólafur var úr leik í baráttunni. Því miður fyrir Júlíus voru slæmu fréttirnar að hann var einnig úr leik þar sem hann fékk skottu í 2. umferð og fyrsta tiebreak voru tefldar skákir.

Þór Valtýsson og Haraldur Haraldsson komu “næstir í mark”. Þeirra skák lauk með jafntefli og Þór og Júlíus því orðnir jafnir að vinningum en Þór betri á oddastigum.

Áskell Örn Kárason stýrði hvítu gegn Björgvini Víglundssyni. Björgvin var líklega með betra tafl en taldi sig vinna á oddastigum og bauð því jafntefli sem Áskell þáði. Útreikningar Björgvins voru hinsvegar ekki réttir þar sem hann gleymdi að taka með í reikninginn að Bragi Halldórsson hafði ekki klárað sína skák. Þar sem Þór lagði Braga var sú skák lykillinn að sigrinum. Ef Bragi myndi vinna, þá hefði Þór betur á oddastigum. Á endanum hafði Bragi betur í síðustu skák mótsins og þau úrslit þýddu að Þór kom fyrstur í mark, hafði 0,5 stigum meira á oddastigum í baráttunni við Björgvin. Tæpara gat það varla verið!

Páll G. Jónsson – Íslandsmeistari 85+
Þór með sigurlaunin….Róbert skákdómari í einhverjum leitarleiðangri!
Björgvin Víglundsson hafnaði í öðru sæti
Myndavélin eitthvað að striða hér enda tekinn í miðju Skákvarpi….engu að síður hafnaði Júlíus í þriðja sæti og Íslandsmeistari í flokki 70+
Þór var jafnframt hlutskarpastur í flokki 75+

Mótið á chess-results

 

- Auglýsing -