EM landsliða klárast í dag með 9. og síðustu umferð. Í opnum flokki mætum við liði Kósóvó.

Kósóvó er lið sem við eigum klárlega að vinna og höfum alltaf gert. Nderim Saraci er alltaf að bæta sig en það á ekki að vera nóg.

Spennan á toppnum í opnum flokki er gríðarleg! Armenar, Frakkar, Azerar og Úkraína hafa öll 12 matchpoints og mætast öll innbyrðis í lokaviðureigninni.

Beinar útsendingar íslenska liðsins í opnum flokki

Kvennaliðið mætir N-Makedóníu og reynir að fylgja eftir góðum sigri á Belgum frá því í gær.

Rússar eru að gjörsigra kvennaflokkinn og hafa þegar tryggt sér titilinn.

Beinar útsendingar kvennaliðs á Chess24

Umferðir hefjast klukkan 14:00 að íslenskum tíma

Opinn flokkur á Chess-results

Kvennaflokkur á Chess-results

Skákvarpið verður á sínum stað og hefst ca. 15:30-1600

- Auglýsing -