Laufásborg tók þátt í EM í skólaskák í Ródós í Grikklandi frá 19. til 30. apríl 2022. Þetta er í þriðja skipti sem Laufásborg tekur þátt í móti erlendis. Fyrsta skipti var Heimsmeistaramót í skólaskák í Durres í Albaníu árið 2018, svo árið 2019 á EM í skólaskák í Mamaíu í Rúmeníu. Skák hefur verið kennt á Laufásborg síðan skólaárið 2008-2009.
Við gátum ekki farið árið 2020 og 2021. Það var hugrökk ákvörðun í janúar að fara á þetta mót. Náttúrlega var mikil Covid-19 bylgja í janúar og venjulegt skólastarfið var mikið truflað. En við leituðum til foreldrar 5 ára barna og spurðum um hvort þau hafa áhuga á að prófa að vera með og taka þátt. Það kom í ljós að fimm börn og foreldrar sinu vilja taka þátt.
Frá 10. febrúar hafa verið skákæfingar á Laufásborg tvísvar á dag. Þann 11. mars tók skáksveit Laufásborgar þátt á Íslandsmeistaramót grunnskólasveita 1.-3. bekk. Liðið stóð sig frábærlega og fékk brons sem hefur aldrei gerast í sögunni að leikskólasveit vinnur til verðlauna á Íslandsmóti barnaskólasveita.

Eftir Íslandsmótið hafa æfingar farið fram með öðru sniði til að kenna þeim að skrifa skákir og æfa sig að tefla kappskákir. Frá lok mars þau voru að æfa daglega, líka um helgar og í páskafríi. Börnin voru áhugasöm, glöð og alltaf til að mæta á æfingar.

Mótið á Ródós var afar skemmtilegt. Ein skák á dag í níu daga. Þetta var alvöru verkefni, enda gátu foreldrar ekki verið inni í salnum. Börnin stöðu sig frábærlega. Í stúlknaflokki voru sjö umferðar tefldar.
Átta stúlkur tóku þátt frá Bretlandi, Azerbaijan, Rúmeníu, Tyrklandi, Grikklandi, Sviss og auðvitað Íslandi. Það voru tefldar 9 umferðar í drengjaflokknum og voru 17 drengir að keppa, frá 9 mismunandi löndum; Búlgaríu, Rúmeníu, Azerbaijan, Tyrklandi, Litáen, Sviss, Finnlandi, Englandi og auðvitað Íslandi. Markmiðið okkar var og er að æfa, læra, taka þátt og hafa gaman. Börnin okkar skemmtu sér vel og komu heim mörgum númerum stærri!?
Liðið skipuðu:





Við viljum þakka foreldrum innilega fyrir frábært samstarf og stuðning. Framtíðin er björt!