Vignir lék fyrsta leikinn í gær. Mynd: GB

Meistaramót Skákskóla Íslands (u2000) hófst í gær. Tólf skákmenn taka þátt. Í dag hefst svo Meistaramót fyrir þá sem hafa 1500 skákstig eða minna. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson lék fyrsta leikinn fyrir Gunnar Erik Guðmundsson í skák gegn Matthíasi Björgvini Kjartanssyni.

Gunnar Erik Guðmundsson (1968), Ingvar Wu Skarphéðinsson (1761) og Mikael Bjarki Heiðarsson (1574) eru efstir og jafnir með fullt hús eftir tvær umferðir. Tvær umferðir verða tefldar í dag og hefst sú fyrri kl. 11. Mótinu lýkur á sunnudag.

Mótið á Chess-Results.

 

 

 

- Auglýsing -