HM öldungasveita hófst í gær í Acqui Terme á Ítalíu. Til leiks er mætt frá Íslandi er mætt sveit vaskra stórmeistara. Fjórmenningarklíkan svokalla ásamt Þresti Þórhallssyni.
Í fyrstu umferð vannst 3-1 sigur á Svíum. Margeir Pétursson og Jón L. Árnason unnu sínar skákir.
Önnur umferð fer fram í dag. Íslands mætir þá sveit Kanada þar sem Íslandsvinurinn alþjóðlegi meistarinn David Cummings teflir á fyrsta borði.
23 sveitir taka þátt í flokki 50+. Sveit Íslands er sú fjórða stigahæsta í stigaröð liða.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 13 – aðeins tvær efstu viðureignir).
- Auglýsing -