Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Gauti Páll Jónsson. Þátttökugjald er 500kr. en frítt er fyrir 17 ára og yngri.

Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).

——

Enginn stóð í vegi fyrir Ólafi Thorssyni á síðasta þriðjudagsmóti; hann tryggði sér fyrsta sætið með fullu húsi og virtist aldrei vera í nokkurri hættu í sínum skákum. Enda var hann búinn undir að mæta enn sterkari andstæðingi en Timur Gareyev (2592) mætti á svæðið. Hann  hafði þó varið nokkrum klukkutímum við tölvuna um daginn við útskýringar á skákum Áskorendamótsins og var of lúinn eftir það til að etja kappi við knáa þátttakendur. Í staðinn skoðaði hann aðstöðuna hjá TR, spjallaði við skákstjóra um skákmót á Íslandi og fylgdist með efstu borðum framan af móti.

Af heimasíðu TR.

- Auglýsing -