3 efstu á sumarmóti Vinaskákfélagsins Davíð, Róbert og Eiríkur

Enn eitt árlegt glæsilegt sumarskákmót hjá Vinaskákfélaginu var haldið í dag mánudaginn 25 júlí í Vin Dagsetur. Þetta árið hét mótið “Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2022”.

18 skákmenn og konur mættu til leiks og var hart barist. Tefldar voru 7 umferðir með 3 mín + 2 sek., sem er nýlunda hjá Vinaskákfélaginu. Teflt var bæði inni og úti.

Kamilla starfskona frá Flókagötu 29-31 lék fyrsta leikinn hjá Davíð Kjartanssyni gegn Ulker Casanova.

Kamilla starfskona frá Flókagötunni lék fyrsta leikinn fyrir Davíð

Skákmennn fengu svo tertu og kaffi í lok mótsins og var vel tekið. Forseti félagsins fékk sér svo fyrstu sneiðina af súkkulaði tertunni.

Forsedti félagsins tilbúinn að fá sér tertusneið

Verðlaunin skiptumst annars vegar á 3 efstu í mótinu og svo fengu 3 efstu félagar í Vinaskak verðlaun. Félagar í Vinaskákfélaginu tefldu um það hver yrði Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2022.

Aðalverðlaun hlutu þessir:

  1. Davíð Kjartansson með 6,5 af 7 vinningum. Hann fékk eignarbikar.
  2. Róbert Lagerman með 5,5 vinninga
  3. Eiríkur K. Björnsson með 5 vinninga.

Þá var komið að félagaverðlaununum eða Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2022:

  1. Róbert Lagerman með 5,5 vinninga og var þar með skráður sem Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2022.
  2. Tómaz Ponsi með 4 vinninga.
  3. Hörður Jónasson með 3,5 vinninga.
3 efstu félagar í Vínaskákfélaginu

Forseti félagsins vill þakka öllum sem hjálpuðu til í skákmótinu.

Sjá úrslit á mótinu hér: Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2022

 

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

- Auglýsing -