Þorvarður Fannar Ólafsson (2146) er genginn til liðs við Taflfélag Vestmannaeyja (TV). Þorvarður hóf skákferil sinn í Hafnarfirði og hefur hann þrisvar sinnum orðið skákmeistari Hafnarfjarðar. Hann var í sveit Hauka sem hafnaði í 3. sætinu á Íslandsmóti skákfélaga árið 2006. Liðið keppti svo í Evrópukeppni taflfélaga sama ár.
Þorvarður hefur þrisvar sinnum teflt í landsliðsflokki og árið 2009 deildi hann sigrinum á Skákþingi Reykjavikur með stórmeistaranum Hjörvari Steini Grétarssyni en Þorvarður vann innbyrðis viðureign þeirra í mótinu. Þorvarður mun án efa styrkja lið TV og er hann hér með boðinn velkominn í félagið.
- Auglýsing -















