Vign,ir að tafli.

Íslenskir skákmenn sitja sem fyrr úti að tafli. Nú þegar Ólympíuskákmótinu tökum við það aftur upp að hafa daglegar fréttir af afrekum Íslendinga erlendis.

Uppsala Chess Open

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2445) tekur þátt í SM-flokki á alþjóðlegu móti í Uppsölum í Svíþjóð. Hann hefur 3½ vinning og hefur meðal annars lagt að velli indverska stórmeistarann Hja Sriram (2342).

Fimmta umferð fer fram í dag og hefst kl. 12. Hægt er að fylgjast með Vigni beint í beinni.

Alls taka 10 skákmenn í mótinu sem fram fer 8.-14. ágúst. Vignir er þriðji í stigaröð keppenda.

Manheim IM

Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2323) tekur þátt. Eftir sex umferðir hefur hann 2½ vnning.

Áttunda og næstsíðsta umferð fer fram í dag og hefst kl. 12.

Alls taka 10 skákmenn þátt sem fram fer 6.-12. ágúst. Hilmir er sjötti í stigaröð keppenda.

Summer Prague Open

Sjö umferðum er lokið.

Gauti Páll Jónsson (2071) og Adam Omarsson (1837) tefla í a-flokki. Gauti hefur 3½ vinning en Adam hefur 2½ vinning.

Jósef Omarsson (1617) teflir í b-flokki og hefur 2½ vinning.

Áttunda og næstsíða umferð fer fram í dag.

Mótið fer fram 5.-12. ágúst.

 

 

 

 

- Auglýsing -