Íslenskir skákmenn sitja sem fyrr úti að tafli. Gauti Páll tekur þátttöku á EM áhugamanna í Zagreb og Adam og Jósef tefla í Olomouc í Tékklandi

EM áhugamanna

EM áhugamanna fer fram í Zagreb í Króatíu dagana 14.-21. ágúst. Gauti Páll Jónsson (2071) teflir í flokki skákmanna með minna en 2300 skákstig.

Gauti tapaði í gær við slóvenskum skákmeistara (2112) af gamla skólanum. Gauti hefur 2½ vinning að loknum fimm umferðum og er í 22.-27. sæti.

Sjötta umferð fer fram í dag

Gauti er nr. 23 í stigaröð 50 keppenda.

Olomouc Chess Summer 

Bræðurnir Adam (1837) og Jósef Omarssynir (1617) taka þátt í c-flokki Olomouc Chess Sumer sem fram fer 13.-20. ágúst.

Sjötta umferð fór fram í gær. Jósef gerði jafntefli en Adam tapaði. Adam hefur 3 vinninga en Jósef hefur 2½ vinning.

Sjöunda umferð fer fram í dag.

- Auglýsing -