Byrjenda- og framhaldsflokkar Skákskólans á haustönn 2022 hefjast laugardaginn 10. september nk. Byrjendaflokkarnir miðast við þá sem ekki hafa áður sótt námskeið Skákskólans en kunna mannganginn, og hyggja á þátttöku á skákmótum á næstu nánuðum.

Framhaldsflokkarnir miðast við þá sem áður hafa sótt námskeið á vegum Skákskólans eða hafa öðlast umtalsverða reynslu á skáksviðinu.

Foreldrum og forráðamönnum er bent á að krakkar í byrjendaflokki, 6-10 ára, geta byrjað næsta laugardag á 10 vikna námskeiði sem hefst kl. 11.00 og stendur til kl. 12.15 og fer það fram í húsakynnum skólans, Faxafeni 12. Gengið inn til hliðar við 66°Norður.

Fyrsti tíminn sem hefst kl. 11 þann 10. september er frír prufutími og eftir það verður hópnum skipt upp en kennsla/þjálfun miðuð við getu hvers og eins. Krakkarnir sem ætla að halda áfram byrja svo á 10 vikna námskeiði sem hefst laugardaginn, 17. september.

Námskeiðsgjald miðast við kr. 20 þús en veittur er ríflegur systkinaafsláttur.

Umsjón með kennslu í haust verður í höndum Helga Ólafssonar skólastjóra Skákskóla Íslands, Vignis Vatnars Stefánssonar, Arnars Milutin Heiðarssonar og Hrundar Hauksdóttur.

Foreldrar og forráðamenn geta skráð krakkana í gula boxið til hliðar.

Skráningarform

- Auglýsing -