Bragi vann Lenku í gær. Mynd: Daði Ómarsson.

Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2408) er efstur með fullt hús að lokinni fjórðu umferð Haustmóts TR, sem fram fór í gær. Bragi vann Lenku Ptácníková (2051). Alexander Oliver Mai (2135) er annar með 3½ eftir svíðing á Gauta Páli Jónssyni (2086). Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) er svo þriðji með 3 vinninga eftir að hafa lagt Arnar Milutin Heiðarsson (2020) að velli.  Hvítur vann allar skákirnar.

Úrslit 4. umferðar

Fimmta umferð fer fram á föstudagskvöldið.

A-flokkur  á Chess-Result

Opinn flokkur

 

Ingvar Wu og Benedikt unnu báðir í gær og eru efstir ásamt Jóhanni Arnari. Mynd: DÓ

 

Sviptingar voru í opna flokknum í 4. umferð. Þrír keppendur eru efstir og jafnir með 3½ vinning.  Það eru Ingvar Wu Skarphéðinsson (1927), Jóhann Arnar Finnsson (1869) og Benedikt Þórisson (1781).

Röð efstu manna

 

Opinn flokkur á Chess-Results

- Auglýsing -