Frá Skákþingi Garðabæjar. Mynd: Páll Sigurðsson.
Sjötta umferð skákþings Garðabæjar var tefld í gærkvöldi. Hvítur sigraði var þema kvöldsins á efstu borðum og ljóst er að Dagur Ragnarsson og Hjörvar Steinn Grétarsson berjast um titilinn enda efstir og jafnir með 5 vinninga.
Endi tveir eða fleiri jafnir í lok móts verður teflt um titilinn skákmeistari Garðabæjar, a.m.k. ef báðir eru annað hvort meðlimir í TG eða búsettir í Garðabæ.
Í þriðja sæti er svo Sigurjón Haraldsson sem er búinn að standa sig gríðarvel.
Í síðustu umferð mætast meðal annars:
Sigurjón (4½) – Dagur Ragnars (5)
Alexander Oliver (3½) – Hjörvar Steinn (5)
Lenka (5) og Arnar Milutin (4)
- Auglýsing -