Haustmót Skákfélagsins hófst í gær. Beðið var með ákvörðun um nákvæma dagskrá og útfærslu þar til endanleg þátttaka lá fyrir. Að lokum skráðu sig 12 keppendur og munu tefla sex umferðir eftir svissnesku kerfi. Mótið tekur fjóra daga og lýkur á sunnudag.
Fyrsta daginn, fimmtudags 22.september voru tefldar tvær atskákir. Að þeim loknum hafa þrír keppendur fullt hús með tvo vinninga, Áskell Örn Kárason, Andri Freyr Björgvinsson og Sigurður Eríksson.
Mótinu lýkur svo með fjórum kappskákum. Dagskrá sem hér segir:
3. umferð föstudag 23.sept. kl. 18.00
4. umferð laudardag 24. sept. kl. 13.00
5. umferð laugardag 24. sept. kl. 17.00 (eða þar um bil)
6. umferð sunnudag 25. sept. kl. 13.00
Öll úrslit og stöðuna má finna hér:
- Auglýsing -