Áskell á toppnum Haustmóti SA.

Þriðja umferð Haustmóts Skákfélags Akureyrar var tefld í gær. Skák Andra Freys Björgvinssonar og Áskels Arnar Kárasonar lauk með jafntefli eftir harða baráttu þar sem Andri hafði peði meira í hróksendatafli en náði ekki að knýja fram sigur. Þá vann Elsa María Kristínardóttir Sigurð Eiríksson í tvísýnni skák. Önnur úrslit voru nokkurnveginn eftir bókinni.

Úrslit 3. umferðar:

Áskell-Andri       1/2
Sigurður-Elsa      0-1
Stefán-Sigþór      1-0
Brimir-Tobias      0-1
Valur Darri-Hilmir 0-1
Alexía-Damian      0-1

Andri og Áskell eru nú efstir með 2,5 vinning, en Elsa, Sigurður, Stefán, Hilmir og Tobias hafa tvo vinninga.

Í dag verða tefldar tvær umferðir og hefst sú fyrri kl. 13. Þá leiða þessi saman hesta sína:

Tobias og Áskell
Andri og Sigurður
Elsa og Hilmir
Brimir og Stefán
Sigþór og Damian
Valur Darri og Alexía.

Öll úrslit og staðan á Chess-results.

Heimasíða SA.

- Auglýsing -