Alexander Oliver Mai skákmeistari TR 2022

Áttunda og næstsíðasta umferð Haustmóts TR fóru fram í gær. Segja má að úrslitin hafa ráðist í gær. Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2408) tryggði sér sigur á mótinu með sigri á Alexander Oliver Mai (2135). Alexander tryggði sér titilinn skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur þrátt fyrir tapið því helsti andstæðingur hans um titilinn, Björn Hólm Birkisson (2108) tapaði líka. Það verður stórmeistaraslagur í lokaumferðinni á sunnudaginn þegar Bragi mætir Hjörvari Steini Grétarssyni (2542) sem er annar á mótinu en getur ekki náð Braga að vinningum.

A-flokkur

Úrslit 8. umferðar

Skák Lenku og Benedikts var frestað.

Röð efstu manna.

A-flokkur  á Chess-Result

Opinn flokkur

Áttunda og næstíða umferð fór fram í gær. Hart er barist um efsta sætið sem gefur keppnisrétt í a-flokki að ári. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1927) og Jóhann Arnar Finnsson (1869) eru eftir og jafnir með 6½ vinning. Matthías Björgvin Kjartansson (1494) er þriðji með 6 vinninga. Þessir þrír berjast um efsta sætið.

Röð efstu manna

Í lokaumferðinni mætast

  • Jóhann Arnar (6½) – Gunnar Erik (5½)
  • Ingvar Wu (6½) – Iðunn (5)
  • Matthías Björgvin (6) – Benedikt Þórisson (5)

 

 

- Auglýsing -