Guðrún Fanney verður einn fulltrúi Íslands í dag.

Ísland tekur þátt í unglingalandskeppni á netinu í dag. Keppnin er hluti af verkefninu. ChessKid European Team Festival. Ísland keppir í riðli 8 ásamt Dönum, Norðmönnum og Svíum.

Hvert lið skipa fjórir krakkar, tvær stúlkur og tveir strákar. Krakkarnir koma úr fjórum aldursflokkum, u8, u10, u12 og u14.

Lið Íslands skipa

  • u14: Mikael Bjarki Heiðarsson
  • u12: Guðrún Fanney Briem
  • u10: Birkir Hallmundarson
  • u8: Margrét Einarsdóttir

Kl. 13 hefst viðureign Svíþjóðar og Danmerkur og kl. 14 hefst viðureign Noregs og Íslands. Sigurvegarnir tefla til úrslita kl. 15.

Hægt verður að fylgjast með beint á chess.com/tv or twitch.tv/chesskid.

Anna Cramling verður með skákskýringar og mun Íslendingur aðstoða hana við skákskýringarnar þegar viðureign Noregs og Íslands fer fram kl. 14.

 

 

- Auglýsing -