Vignir Vatnar við verðlaunaafhendingu mótsins. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2452), stóð sig gríðarlega vel á Hit Open sem fram fór í Nova Gorcia í Slóveníu 16.-22. september sl.

Vignir gerði jafntefli við slóvenska FIDE-meistarann Jan Marn (2307) í níundu og síðustu umferð. Vignir hlaut 6½ vinning og endaði í 2. sæti eftir oddastigaútreiking. Vignir var taplaus á mótinu.

Frammistaða hans samsvaraði 2539 og hækkar hann um 11 stig fyrir hana.

98 keppendur frá 23 löndum tóku þátt í flokki Vignis. Þar á meðal voru 9 stórmeistarar.  Vignir var níundi í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -