Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. október. Hjörvar Steinn Grétarsson (2533) er stigahæsti skákmaður landsins. Ólafur Sindri Helgason er stighæstur sex nýliða. Matthías Björgvin Kjartansson hækkar mest frá september-listanum.

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2533) sem er fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Aðaines munar 6 stigum á honum og Hannesi Hlífar Stefánssyni (2527) sem er annar. Henrik Danielsen (2521) er þriðji.

Topp 250

Nýliðar og mestu hækkanir

Sex nýliðar eru á listanum. Stigahæstur þeirra Ólafur Sindri Helgason (1572). Næsthæstur er enginn annar en Björgvin Kristbergsson (1273) sem kemur aftur inn á stigalistann eftir nokkra fjarveru. Jón Bragi Þórisson (1253) er þriðji.

Matthías Björgvin Kjartansson (+144) hækkar mest frá september-listanum. Í næstum eru Iðunn Helgadóttir (+56) og Alexander Oliver Mai (+48).

Eftirtaldir hækka um 20 stig eða meira.

Mestu hækkanir (topp 30)

Stigahæstu ungmenni

Vignir Vatnar Stefánsson (2471) er venju samkvæmt stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2300) og Benedikt Briem (2208).

Topp 10

Topp 50

Reiknuð mót

Í mynd hér að neðan má sjá hvaða mót voru reiknuð til skákstiga 1. október.

Þar af voru reiknuð til kappskákstiga:

  • Haustmót TR (a-flokkur og opinn flokkur)
  • Skákþing Garðabæjar (4.-7. umferð)
  • Haustmót SA (3.-6. umferð)

- Auglýsing -