Bragi Halldórsson að tafli í Helsinki. Mynd: Heimasíða mótsins

Íslenska sveitin gerði jafntefli gegn svissneskri sveit í 7. umferð EM öldungasveita (65+) sem fram fór í gær í Dresden.

Jafntefli varð á öllum borðum en Bragi Halldórsson var nærri því að tryggja íslenska liðinu sigur.

 

Íslenska sveitin hefur 8 stig af 12 mögulegum og er í 13. sæti. Mjakast upp töfluna en liðið er það 15. í stigaröð liða.

Áttunda og næstsíðsta umferð fer fram í. Þá teflir lið Íslands við sterka sveit Englands sem stillir upp þremur alþjóðlegum meisturum.

- Auglýsing -