Menningarfélagið Miðbæjarskák, í góðu samstarfi með Snooker og Pool Lágmúla, heldur skákmót sunnudaginn 11. desember næstkomandi klukkan 13: Þunnudagsmót! Tefldar verða 9. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið er reiknað til hraðskákstiga. Gera má ráð fyrir að mótshaldið standi til ca. 15:30. Snooker og Pool er til húsa í Lágmúla 5, Reykjavík.

Þátttökugjöld: 1000 krónur. Þetta gildir fyrir alla þátttakendur.

Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti. Verðlaunasjóður verður upp á allavega 30.000 krónur.

Snooker og Pool bjóða upp á afslætti á veitingum og köldum á meðan mótinu stendur.

Skráning í mótið fer í gegnum skráningarform, en skráning miðar við 30 manns. Mótshaldarar mæla með að keppendur mæti tímanlega til að staðfesta skráningu á skákstað.

Þetta er í þriðja sinn sem Miðbæjarskák heldur mót með Snooker og Pool.

  1. mótið 22. maí á chess-results.
  2. mótið 6. nóvember á chess-results.

Skráningarform 

Þegar skráðir keppendur

- Auglýsing -