Mun Þór Valtýsson verja titilinn?

Íslandsmót öldunga (65+) verður haldið í þriðja skipti sem kappskákmót 15.-18. desember nk. Mótið verður haldið í félagsheimili TR, Faxafeni 12.

Tefldar verða fimm umferðir á mótinu. Ein hálf vinnings yfirseta er leyfð, ef fyrirkomulag leyfir, en þó ekki í tveimur síðustu umferðunum.

Dagskrá

 • 1. umferð, fimmtudaginn, 15. desember kl. 17:00
 • 2. umferð, föstudaginn, 16. desember, kl. 17:00
 • 3. umferð, laugardaginn, 17. desember, kl. 11:00
 • 4. umferð, laugardaginn, 17. desember, kl. 17:00
 • 5. umferð, sunnudaginn, 18. desember, kl. 11:00

Mótshaldarar áskilja sér rétt til að gera smávægilegar breytingar á dagskránni.

Umhugsunartími: 90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik.

Tap verður dæmt ef keppendur koma meira en hálftíma eftir að umferð hefst.

Mótið er opið fyrir alla 65 ára og eldri. Fædda 1957 eða fyrr.

Þátttökugjald: 5.000 kr. á keppenda

Verðlaun:

 • 1.      50.000 kr.
 • 2.      30.000 kr.
 • 3.      20.000 kr.

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfinu.

Veit verða sérverðlaun (verðlaunagripir) fyrir hver fimm ár (70+, 75+ o.s. frv.).

Skráning

Oddastig

 • 1. Flestar tefldar skákir
 • 2. Buchholz -1
 • 3. Bucholz
 • 4. Sonneborn Berger
 • 5. Innbyrðis úrslit

Skráningafrestur er til 14. desember kl. 16:00.

- Auglýsing -