Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur beint til SÍ að kynna agareglur sambandsins vel fyrir aðildarfélögum sínum og beinir því jafnframt til þeirra að kynna þau fyrir öllum sínum þátttakendum.

Samskiptaráðgjafi jafnframt óskar eftir því  að sambandið kynni hlutverk ráðgjafans og viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðstarf og þær upplýsingar séu aðgengilegar fyrir meðlimi sambandsins.

Tengill á vefsíðu Samskiptaráðgjafa hefur verið settur á Skák.is og verður þar ávallt aðgengilegur. Á vefsíðu Samskiptaráðgjafa má finna viðbragðsætlun, lesa um ferla og ráðgjöf og tilkynna atvik um áreiti eða einelti.

Einnig má benda á mjög aðgenilegar upplýsingar á heimasíðu ÍSÍ.

Stjórn SÍ hvetur forráðamenn aðildarfélaga sinna að kynna agareglugerðina fyrir sínum félagsmönnum og jafnframt að hafa agareglugerðina á áberandi stað í skáksal. 

Agareglugerð SÍ

- Auglýsing -