Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær, 1. febrúar. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæstur íslenskra skákmanna. Harald G. Björnsson er eini nýliðinn á listanum. Adam Omarsson hækkar mest frá janúar-listanum.

Topp 21

Hjörvar Steinn Grétarsson (2547) er stigahæsti skákmaður landsins. Hannes Hlífar Stefánsson (2510) og Héðinn Steingrímsson (2503) koma næstir.

Topp 100

Mestu hækkanir

Harald Björnsson (1709) er eini nýliðinn á listanum. Bræðurnir Adam (+150), og Jósef Omarssynir (+95) hækkaðu mest frá janúar-listanum. Birkir Hallmundarson (+89) er næstur á hækkunarlistanum.

Eftirtaldir hafa hækkað um 20 stig eða meira.

Stigahæstu ungmenni landsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2466) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum er Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2336) og Stephan Briem (2141).  Adam Omarsson kemst í fyrsta skipti á topp 10.

Topp 10

Topp 50

Reiknuð mót

Eftirfarandi mót voru reiknuð til skákstiga í janúar. Fyrri hluti Fulltingismótsins (1.-3. umferð) var eina kappskákmótið sem reiknað var til stiga. Síðari hlutinn sem og Skákþing Reykjavíkur skila sér til útreiknings í 1. mars.

- Auglýsing -