Suðurlandsmót grunnskóla í sveitakeppni fór fram á Flúðum í gær. Alls mættu 26 sveitir til leiks frá 10 grunnskólum á Suðurlandi. 13 sveitir kepptu í flokki 1.-7.bekkjar og aðrar 13 í 8.-10. bekk. 4 taflmenn skipa hverja sveit og því voru rétt rúmlega 100 nemendur á mótinu. Ekki hafa svo margir sent skáksveitir áður í mótið og greinilegt að skákíþróttin er í góðri uppsveiflu um þessar mundir.
Skáksamband Íslands sá um framkvæmd mótsins með aðstoð Flúðaskóla. Kepptar voru 7 umferðir samkvæmt svissneska kerfinu. Mótið gekk hratt og vel fyrir sig en aðeins 1 stutt kaffipása var gerð á mótinu þar sem Flúðaskóli bauð upp á kaffivetingar. Mikil spenna var í mótinu enda margir góðir skákmenn undir sama þaki. Úrslit fóru þó svo að lokum að í yngri flokki vann Vallaskóli sigur en í þeim eldri var það a-sveit Flúðaskóla sem hrósaði sigri.
Flúðaskóli vill þakka Skáksambandi Íslands fyrir gott utanumhald og framkvæmd. Jafnframt öllum þeim skólum sem tóku þátt fyrir komuna og skemmtilega samveru. Aldís Hafsteinsdóttir sveitastjóri Hrunamannahrepps sá um verðlaunaafhendingu og þökkum við henni einnig fyrir hennar aðkomu.
Skákstjóri var Gauti Páll Jónsson.
Úrslit mótsins.
Yngri flokkur (1.-7.bekkur)
- sæti Vallaskóli 20,5 vinningar
- sæti Flúðaskóli A 19 vinningar
- sæti Flóaskóli B17,5 vinningar
- sæti Flúðaskóli B 16,5 vinningar
- sæti Þjórsárskóli 15 vinningar
- sæti Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 14, 5 vinningar
- sæti Hvolsskóli 13 vinningar
- sæti Flóaskóli A 13 vinningar
- sæti Flúðaskóli C 12,5 vinningar
- sæti Sunnulækjarskóli 12, 5 vinningar
- sæti Flóaskóli C 12 vinningar
- sæti Laugalandsskóli í Holtum 11,5 vinningar
- sæti Grunnskólinn á Hellu 11,5 vinningar
Eldri flokkur (8.-10.bekkur)
sæti Flúðaskóli A 20,5 vinningar
- sæti Sunnulækjarskóli A 20 vinningar
- sæti Hvolsskóli 16,5 vinningar
- sæti Sunnulækjarskóli B 16 vinningar
- sæti Laugalandsskóli í Holtum 16 viningar
- sæti Sunnulækjarskóli D 15,5 vinningar
- sæti Reykholtsskoli 15 vinningar
- sæti Flóaskóli A 15 vinningar
- sæti Flúðaskóli C 15 vinningar
- sæti Flóaskóli B 12 vinningar
11.sæti Flúðaskóli B 11 vinningar
- sæti Sunnulækjarskóli C 9 vinningar
- sæti Flóaskóli C 7,5 vinningar
Texti: Árni Þór Hilmarsson.