Vignir að tafli í Kragerö. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Arandjelovac Open hófst í gær í Serbíu með fyrstu umferð. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2461) og Alexander Oliver Mai (2141) taka þátt.

Vignir vann Ljiila Drljevic (2184), sem er serbneskur alþjóðlegur meistari kvenna. Alex tapaði fyrir sér alþjóðlega meistaranum Milovan Ratkovic (2407).

Tvær umferðir eru tefldar í dag. Í fyrri umferð dagsins teflir Vignir við serbneska FIDE-meistarann Milan Jovic (2315) en Alex við  FIDE-meistarann Kirill Shoshin (2278) sem teflir undir fána FIDE.

Myndband frá fyrstu umferð

Alls taka 48 skákmenn þátt frá löndum. Þar af eru 13 stórmeistarar.  Vignir er nr. 8 í stigaröð keppenda en Alexander er nr. 37.

- Auglýsing -