Vginir og Gúmmi við upphaf skákarinnar í gær.

Sjötta umferð Skákþings Íslands hefst kl. 15 í dag. Teflt er á Ásvöllum í Hafnarfirði.Heitt á könnunni og sérfræðingar á staðnum. Hægt að horfa skákirnar á skjám og spjalla um heima, geima, já og skák.

Flest bendir til þess að fjórir skákmenn berjist um Íslandmeistaratitilinn þótt ekki mega útiloka það að fleiri geti blandað sér baráttuna enda mótið ekki enn hálfnað. Efstu menn hafa allir svart í dag og því gæti mótið mögulega jafnast, sérstaklega ef hvítur heldur sama dampi og í gær.

Rétt er að benda á Skákvarpið hans Ingvar sem hefst á milli 16:00 og 16:30.

Slóð á Skákvarpið. 

Staðan eftir fimm umferðir af ellefu

  • 1.-2. Guðmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson 4 v.
  • 3.-4. Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson 3½ v.
  • 5.-7. Bragi Þorfinnsson, Lenka Ptácníková og Hjörvar Steinn Grétarsson 2½ v.
  • 8.-9. Henrik Danielsen og Jóhann Hjartarson 2.
  • 10.-11. Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Dagur Ragnarsson 1½ v.
  • 12. Jóhann Ingvason ½ v.

Í umferð dagsins mætast (vinningar í sviga):

  • GM Bragi Þorfinnsson (2½) – GM Hannes Hlífar Stefánsson (4)
  • WGM Lenka Ptácníková (2½) – GM Guðmundur Kjartansson (4)
  • IM Dagur Ragnarsson (1½) – GM Vignir Vatnar Stefánsson (3½)
  • Jóhann Ingvason (½) – IM Hilmir Freyr Heimisson (3½)
  • FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (1½) – GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2½)
  • GM Henrik Danielsen (2) – GM Jóhann Hjartarson (2)

Keppendalistinn er sem hér segir (skákstig og íslandsmeistaratitlar í opnum flokki í sviga)

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2539-2) – stórmeistari
  2. Hannes Hlífar Stefánsson (2521-13) – stórmeistari
  3. Henrik Danielsen (2501-1) – stórmeistari
  4. Vignir Vatnar Stefánsson (2470-0) – stórmeistari
  5. Jóhann Hjartarson (2466-6) – stórmeistari
  6. Bragi Þorfinnsson (2431-0) – stórmeistari
  7. Guðmundur Kjartansson (2402-3) – stórmeistari
  8. Hilmir Freyr Heimisson (2353-0) – alþjóðlegur meistari
  9. Dagur Ragnarsson (2346-0) – alþjóðlegur meistari
  10. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2338-0) – FIDE-meistari
  11. Lenka Ptácníková (2099-0) – stórmeistari kvenna
  12. Jóhann Ingvason (2076-0)

Glæsileg umgjörð verður á mótinu. Allir skákirnar í beinni (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar í umsjón okkar færustu lýsenda.

Útsendingar á netinu hefjast því ekki fyrr en kl. 15:15.

Styrktaraðilar mótsins eru

  • Hafnarfjarðarkaupstaður
  • Algalíf
  • Teva
  • Lengjan
  • Guðmundur Arason
  • MótX

Tenglar

- Auglýsing -