Þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson eru hreinlega óstöðvandi á Íslandsmótinu í skák. Þeir hafa nú sjö vinninga að loknum átta umferðum og vinningsforskot á næsta mann sem er Vignir Vatnar Stefánsson
Staðan fyrir umferðina:
Staðan eftir sjö umferðir af ellefu
- 1.-2. Guðmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson 6 v.
- 3.-4. Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson 5½ v.
- 5.-6. Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Hjörvar Steinn Grétarsson 3½ v.
- 7. Jóhann Hjartarson 3 v.
- 8.-9. Bragi Þorfinnsson og Lenka Ptácníková 2½ v.
- 10. Henrik Danielsen 2 v.
- 11. Dagur Ragnarsson 1½ v.
- 12. Jóhann Ingvason ½ v.
Viðureignir dagsins
GM Hannes Hlífar Stefánsson (6) – IM Hilmir Freyr Heimisson (5½)
Hannes hefur verið eitraður með hvítu mönnunum það sem af er móti og 1.e4 gefist vel hjá honum. Einhverja hluta vegna fara andstæðingar hans alltaf í róleg afbrigði, Petroff eða Berlin sem henta skákstíl Hannesar einstaklega vel.
Hilmir lenti í vandræðum með peð sitt á h4 og Hannes vélaði af honum peðið og fékk fljótlega endatafl sem líklegast er algjörlega kolunnið. Hannes fékk 98.4 í einkunn hjá Chess.com fyrir þessa skák. Vel gert hjá Hannesi sem heldur í við Guðmund en Hilmir er líklegast búinn að missa af sénsi á titlinum eftir þetta tap.
GM Henrik Danielsen (2) – GM Guðmundur Kjartansson (6)
Guðmundur var rétt nýbúinn að jafna taflið með svörtu gegn Henrik þegar einn af afleikjum mótsins kom. Henrik lék hreinlega af sér manni fyrir ekki neitt, sást yfir einfaldur leikur Guðmundar. Guðmundur er ekki bara að tefla vel heldur eru heilladísirnir honum heldur betur hliðhollar!
Henrik vill væntanlega gleyma þessu móti sem fyrst, sjötta tapið í röð en Guðmundur enn efstur ásamt Hannesi.
FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (3½) – GM Vignir Vatnar Stefánsson (5½)

Þeir Vignir og Aleksandr hafa bæði barist og snúið bökum saman undanfarið en í baráttu þeir í dag skildi lítið á milli. Aleksandr hafði hvítt, drottningarbragð á borðinu. Það skiptist upp á drottningum og í lokin var ekkert hægt að gera, leikþröng á báða í raun og veru. Vel teflt, 98.8 í Accuracy hjá þeim báðum og jafntefli rökrétt úrslit.
GM Bragi Þorfinnsson (2½) – Hjörvar Steinn Grétarsson (3½)
Lengast skák umferðarinnar. Hjörvar fékk þægilega tafljöfnun og gott betur með …d5 peðaframrás í sikileyjarvörninni. Bragi barðist þó með kjafti og klóm og Hjörvar fann ekki alltaf besta framhaldið til að klára dæmið. Á einum stað í endataflinu gat Bragi mögulega fengið séns og var hann í raun búinn að redda jafnteflinu meira og minna þegar hann missti þráðinn aftur og lenti svo í „djöflatrikki“ alveg í lokin.
Jóhann Ingvason (½) – GM Jóhann Hjartarson (3)
Jóhann Hjartarson náði að véla peð af nafna sínum og virtist ætla að sigla vinningnum heim í endataflinu en hleypti biskupi hvíts út og Jóhann Ingvason náði að tryggja jafntefli eftir erfiða vörn.
Lenka Ptácníková (2½) – IM Dagur Ragnarsson (1½)
Löng skák með dýnamískri undirölda allan tímann en hvorugur náði að skapa vandræði fyrir andstæðinginn og jafntefli rökrétt niðurstaða í lokin.
Þrjú jafntefli, það meta síðan í fyrstu umferðunum, í raun voru komnar 28 af 31 skákum án jafnteflis þegar fyrsta jafnteflisskák dagsins datt í hús. Mikið baráttumót. Hannes og Guðmundur halda striki, Hilmir heltist úr lestinni en Vignir heldur í vonina.
Umferð morgundagsins lítur svona út:
Hannes fær svart á Hjörvar sem er verðugt verkefni og þó Guðmundur hafi hvítt þá hefur Aleksandr sýnt hvað í honum býr í síðustu þremur umferðum. Vignir á auðveldustu viðureignina á pappír en pappírinn teflir ekki alltaf!
Allir skákirnar eru í beinni (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar á YouTube.
Útsendingar á netinu hefjast því ekki fyrr en kl. 15:15. Skýringar á milli 16 og 16:30.
Styrktaraðilar mótsins eru
- Hafnarfjarðarkaupstaður
- Algalíf
- Teva
- Lengjan
- Guðmundur Arason
- MótX
Tenglar
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Skákvarpið
- Beinar útsendingar (Chess.com)
- BEinar útsendingar (Chess24)
- Beinar útsendingar (Chessbase)
- Beinar útsendingar (kingwatcher)