Áttunda umferð Skákþings Íslands hefst kl. 15 í dag. Teflt er á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Hinir fjóru frænku mættust ekkert innbyrðis í gær og unnu allir í gær. Baráttan heldur því áfram.

Í dag verður innbyrðisviðureign Hannesar og Hilmis, Guðmundur teflir við Henrik og Vignir mætir Aleksandr Domalchuk-Jonasson.

Rétt er að benda á Skákvarpið hans Ingvar sem hefst á milli 16:00 og 16:30.

Slóð á Skákvarpið. Beinn tengill 8. umferð

Staðan eftir sjö umferðir af ellefu

 • 1.-2. Guðmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson 6 v.
 • 3.-4. Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson 5½ v.
 • 5.-6. Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Hjörvar Steinn Grétarsson 3½ v.
 • 7. Jóhann Hjartarson 3 v.
 • 8.-9. Bragi Þorfinnsson og Lenka Ptácníková 2½ v.
 • 10. Henrik Danielsen 2 v.
 • 11. Dagur Ragnarsson 1½ v.
 • 12. Jóhann Ingvason ½ v.

Í umferð dagsins mætast (vinningar í sviga):

 • GM Hannes Hlífar Stefánsson (6) – IM Hilmir Freyr Heimisson (5½)
 • GM Henrik Danielsen (2) – GM Guðmundur Kjartansson (6)
 • FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (3½) – GM Vignir Vatnar Stefánsson (5½)
 • GM Bragi Þorfinnsson (2½) – Hjörvar Steinn Grétarsson (3½)
 • Jóhann Ingvason (½) – GM Jóhann Hjartarson (3)
 • Lenka Ptácníková (2½) – IM Dagur Ragnarsson (1½)

Glæsileg umgjörð verður á mótinu. Allir skákirnar í beinni (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar í umsjón okkar færustu lýsenda.

Útsendingar á netinu hefjast því ekki fyrr en kl. 15:15.

Styrktaraðilar mótsins eru

 • Hafnarfjarðarkaupstaður
 • Algalíf
 • Teva
 • Lengjan
 • Guðmundur Arason
 • MótX

Tenglar

- Auglýsing -