Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák (Skákþings Íslands) er hafinn í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Alls eru 36 keppendur skráðir til leiks, titilhafar eru fimm talsins og auk Íslendinga eru keppendur frá fjórum þjóðum til viðbótar. Með sterkari áskorendaflokkum lengi!

Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson er stigahæstur keppenda. Titilhafar auk Braga eru IM Davíð Kjartansson, CM Bárður Örn Birkisson og svo landsliðskonurnar WIM Olga Prudnykova og WGM Lenka Ptacnikova.

Keppt verður næstu 9 daga um tvö sæti í landsliðsflokki að ári. Umferðir um helgar byrja 13:00 en á virkum dögum 18.30. Oddastigaútreikningur* ræður lokaröð sæta.

 

- Auglýsing -