Fimmtudagsmót TR hefja göngu sína á ný fimmtudaginn 7. september næstkomandi. Mótin verða vikuleg, rétt eins og þriðjudagsmótin. Mótin hefjast klukkan 19:30 á kvöldin og tefld er hraðskák með tímamörkunum 3+2 og tefldar eru 10 skákir. Mótin eru reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga. Veitt verða verðlaun í mótunum fyrir sigurvegara hvers móts, og bestan árangur miðað við stig. Mótin eru öllum opin.

Nánari auglýsing kemur þegar nær dregur.

Uppfærð verðskrá frá og með september:

Sama verðskrá verður á þriðjudags- og fimmtudagsmót TR. Hún er svona:

Félagsmenn TR 18 ára og eldri: 500kr.

Félagsmenn TR 17 ára og yngri: Ókeypis

Utanfélagsmenn: 1000kr.

Utanfélagsmenn 17 ára og yngri: 500kr.

Utanfélagsmenn: 10 skipta klippikort: 7500kr.

Gerast félagi í TR

- Auglýsing -