Gull og silfur Vignir Vatnar Stefánsson og Alexandr Domalchuk-Jónasson báru af í efsta flokki á NM í skólaskák. — Ljósmynd/Helgi Ólafsson

Ísland mun eiga tvo fulltrúa á Heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem hefst á morgun í Mexíkó. Þetta eru stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2484) sem er númer 19 í styrkleikaröðinni og Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2407) sem er númer 36 í styrkleikaröð. Stigahæstur keppenda er hinn umdeildi Hans Moke Niemann (2667) sem hefur verið mikið milli tannanna á fólki undanfarið. Skráðir keppendur eru 149 en kannski full margir stigalágir frá Mexíkó.

Í eldlínunni Hans Niemann við taflið á síðasta Reykjavíkurskákmóti. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson

Tefldar verða 11 umferðir og er dagskráin eftirfarandi (tímar íslenskir)

  1. umferð 21. september klukkan 22:00
  2. umferð 22. september klukkan 16:00
  3. umferð 22. september klukkan 23:00
  4. umferð 23. september klukkan 22:00
  5. umferð 24. september klukkan 22:00
  6. umferð 26. september klukkan 22:00
  7. umferð 27. september klukkan 22:00
  8. umferð 28. september klukkan 22:00
  9. umferð 29. september klukkan 22:00
  10. umferð 30. september klukkan 22:00
  11. umferð 1. október klukkan 16:00

Frídagur er mánudaginn 25. september

- Auglýsing -