Hausthefti Tímaritsins Skákar árið 2023 er komið út og má nálgast um helgina í Rimaskóla þegar Íslandsmót skákfélaga er í gangi. Þeir sem greiddu áskriftargjald SÍ fá blaðið frítt en aðrir geta keypt blaðið gegn hóflegri greiðslu. 

Í blaðinu má finna greinar um helstu kappskákmót ársins eins og landsliðsflokk Íslandsmótsins í skák, og opna Reykjavíkurskákmótið. Greinar um skáksögulegt efni fá sitt pláss. Áskell Örn Kárason fjallar um feril Sævars Bjarnasonar sem féll frá fyrir skömmu, Unnar Ingvarsson segir frá skákmanninum Jóni Pálma Jónssyni, og Bragi Þorfinnsson segir frá frægðarför undir 16 ára landsliðsins á Ólympíumótið í þeim aldursflokki, árið 1995. Margt fleira má lesa í blaðinu, enda er þetta efnismesta blaðið til þessa, í þeirri útgáfu sem hófst árið 2022. Eins og endranær, er tímaritið ríkulega myndskreytt, myndum úr íslensku skáklífi undanfarinna mánuða.

Ritstjórinn og forsetinn skoða nýjasta tölublaðið.

Útgefandi blaðsins er Skáksambands Íslands. Ritsjóri er Gauti Páll Jónsson og ásamt honum sitja í ritnefnd Björn Ívar Karlsson, Stefán Steingrímur Bergsson og Björn Þorfinnsson. Skrudda ehf. sá um umbrot og Litlaprent um prentun. Bragi Halldórsson og Jón Torfason lásu próförk. 

Jafnframt er hægt að skrá sig beint fyrir blöðunum hér að ofan með því að velja viðkomandi greiðslutengil. Blaðið verður sent í pósti innan viku.

Sölustaður: 

  • Í félagsheimili TR, Faxafeni 12, á þriðjudags og fimmtudagskvöldum frá klukkan 19:30, samhliða vikumótum TR.
- Auglýsing -