Suðurlandsmót grunnskóla í skólaskák fer fram föstudaginn19. apríl í félagsheimili Hrunamanna að Flúðum. Mótið hefst 13:15 en mæting er 13:00.

Hver skóli af svæðinu getur mætt með ótakmarkaðan fjölda keppenda. Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.–4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.–10. bekkur.

Umferðarfjöldi og tímamörk verða tilkynnt þegar nær dregur, en má gera ráð fyrir 5-7 umferðum í hvorum flokki með umhugsunartíma 5 mínútur á mann. Miðað er við að mótinu og verðlaunaafhendingu verði lokið um kl. 15:30.

Skráningarfrestur er til kl. 13, miðvikudaginn, 17. apríl.

Verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Sigurvegari hvers flokks fær keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri 4. og 5. maí.

Æskilegt er að skólar sem sendi 10 keppendur eða fleiri sendi starfsmann með keppendum.

—————-

Nánar um Landsmótið í skólaskák og undanrásir þess

Landsmótið í skólaskák fer fram í Brekkuskóla á Akureyri 3. og 4. maí nk. Teflt verður í þremur flokkum, 1.-4. bekk, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk.  Tólf keppendur í hverjum í samræmi við reglugerð mótsins.

Fulltrúar í flokkanna eru valdir á eftirfarandi hátt.

  1. Reykjavík: Þrjú sæti.
  2. Kópavogur: Tvö sæti.
  3. Kraginn: Eitt sæti.
  4. Suðurnes: Eitt sæti.
  5. Suðurland: Eitt sæti.
  6. Norðurland: Eitt sæti.
  7. Undankeppni á netinu fyrir önnur svæði (Norðurland vestra, Vestfirðir, Austfirðir og Vesturland): Eitt sæti.
  8. Boðssæti: Tvö sæti.

Dags- og staðsetningar á öllum undankeppnunum liggja nú fyrir

Gera má ráð fyrir að mótin verði nánar kynnt jafnt og þétt á næstu dögum

- Auglýsing -