Skólaskákmót Kragans fór fram í íþróttahúsinu Miðgarði, Garðabæ þann 23. apríl síðastliðinn.  Þar leiddu saman hesta sína skákmenn úr skólum frá Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ.

Teflt var í 3 aldursflokkum og var þátttaka fín en alls tóku 53 keppendur þátt í mótinu flestir í yngsta flokki. Þessir keppendur kepptu sín á milli um sæti á Landsmóti í skólaskák þar sem efsta sætið tryggði þátttöku á Landsmóti.

 

Í yngsta flokki 1. til 4.  bekk kom Katrín Ósk Tómasdóttir sá og sigraði með fullu húsi vinninga. Hún kemur úr Hvaleyrarskóla. Næstur kom Baltasar Máni Jónsson úr Helgafellskóla og þríði Þorvaldur Orri Haraldsson úr Hofsstaðaskóla. Alls tóku 23 börn þátt í mótinu.

Í flokki barna í 5. til 7. bekk var enginn betri en Tristan Nash Alguno Openia úr Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Hann hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum og var búinn að vinna mótið fyrir síðustu umferð. Dagur Kári Steinsson úr Kvíslárskóla endaði í 2. sæti með 5,5 vinning en Milosz Úlfur Olszewski varð þriðji með 5 vinninga. Alls tóku 14 keppendur þátt í þessum flokk.

Í elsta flokk 8. til 10. bekk. tóku þátt 16 unglingar. Í efsta sæti varð nýbakaður skólameistari Garðaskóla, Bjarki Freyr Vilhjálmsson og endaði hann með 6. vinninga. Í 2 sæti varð bekkjarfélagi hans úr Garðaskóla Daníel Friðrik Jónsson með 5. vinninga. Stefán Meinich-Bache Sylvíuson úr Helgafellsskóla varð svo þriðji einnig með 5 vinninga en hálfu stigi minna en Daníel á oddastigum. Dominik  Jacek Turchetti Helgafellsskóla fékk einnig 5 vinninga en var lægri á stigum og hlaut því fjórða sætið.

Þau Katrín Ósk, Tristan Nash og Bjarki Freyr tryggðu sér því sæti á Landsmótinu í skólaskák sem haldið verður á Akureyri í helgina 4. til 5. maí.

Fleiri myndir má sjá á facebook síðu Taflfélags Garðabæjar
Einnig má sjá öll úrslit mótsins í öllum flokkum á chess-results.com

- Auglýsing -