Íslenski landsliðsmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson lauk í dag leik á opnu móti í Danmörku, OBRO international sem fór fram í Kaupmannahöfn frá 22-28. júli. Hilmir var númer 8 í styrkleikaröð 54 keppenda og 5 stórmeistarar tóku þátt á mótinu.

Í lokuumferðinni mætti Hilmir indverskum FIDE-meistara Bhagat Kush (2198). Hilmir hafði hvítt og upp kom afbrigði í kóngsindverjanum þar sem hvítur vinnur peð en svartur hefur biskupaparið.

Lykilmistök svarts voru líklega 23…b5?

Hilmir svaraði 24.cxb5 Hxb5 og 25.Hxd4! og hvíta staðan er orðin mjög góð þar sem hvítreitabiskupinn verður mjög virkur og svartur er veikur fyrir í sinni stöðu á hvítum reitum.

Hilmir var vandanum vaxinn í endataflinu og sigldi vinningnum heim.

Hilmir endaði því með 6 vinninga af 9 mögulegum og hafnaði í 5-9. sæti. Hilmir hækkar lítillega á skákstigum fyrir þennan árangur, rétt rúmlega 5 stig.

- Auglýsing -