Vignir að tafli á HM U20 árið 2023 Mynd. David Llada

Vignir Vatnar Stefánsson (2500) heldur áfram góðu gengi sínu undanfarnar vikur. Í dgær hóst opið mót í Portúgal, Leca Chess Open.  Vignir er númer 3 í stigaröð á þessu 209 manna skákmóti. Auk Vignis eru með í för þeir Benedikt Briem (2148), Theodór Eiríksson (1638) og Eiríkur Orri Guðmundsson (1517). Allir unnu þeir sínar skákir í fyrstu umferðinni nema Theodór sem tapaði gegn stigahærri andstæðingi.

Í 2. umferð í morgun voru þrír Íslendingar í beinni. Tveir þeirra náðu í sigur! Vignir beitti nokkuð nýmóðins afbrigði gegn Najdorf. Andstæðingur hans, WFM Ines Acebo Prado (2216) hleypti skákinni í full taktískan farveg og varð undir ítrekað þar. Fyrst vann Vignir peð, hélt svo á því með fínum aðgerðum og var loks að vinna skiptamun til viðbótar þegar andstæðingur hans gafst upp.

Ekki gekk jafn vel hjá Benedikt Briem sem hafði svart gegn sterkum adstæðingi, Irakli Akhvlediani (2363) FIDE meistara frá Georgíu. Útsending skákarinnar virðist hafa mislukkast en af því sem komið er þá virðist Benedikt hafa verið snemma í vandræðum.

Eiríkur var líka í vandræðum í byrjuninni í sinni skák gegn Jose Manuel Cabete (1893). Eiríkur vafalítið eilítið stressaður í beinni á stóru opnu móti! Hann náði þá vopnum sínum í miðtaflinu og blés til sóknar á kóngsvæng. Sóknin bar árangur og Eiríkur því kominn með fullt hús, virkileg vel að verki staðið!

Theódór náði í sigur í sinni skák gegn Nuno Costa (1449).

Tveir Íslendingar því með fullt hús eftir tvær umferðir. Í þriðju umferðinni var Vignir kominn á efsta borð og hafði þar svart. Andstæðingurnn var alþjóðlegur meistari, Julian Martin (2382). Vignir hafði verra tafl þegar hvítur bauð upp á þráleik og líklegast of áhættusamt fyrir Vigni að hafna því. Jafntefli því niðurstaðan.

Eiríkur varð að lúta í dúk gegn sterkum Kazaka þar sem hann missti þráðinn eftir byrjunina og tapaði peði og var auk þess með veikleika í stöðunni. Baráttan erfið eftir það.

Benedikt Briem náði í sigur í 3. umferð gegn Vanesu Borichovu (1910). Theódór tapaði sinni skák gegn Sandro Batista (1789).

Fjórða umferðin fer fram á morgun og svo er tvöfaldur dagur á laugardaginn.

- Auglýsing -