Endurkoma Íslandsvinurinn og nífaldur Hollandsmeistari, Jan Timman, var aftur með á hollenska meistaramótinu sem lauk um miðjan júlímánuð með sigri Max Warmerdam. — Ljósmynd/Dirk jan ten Geuzendam

Vignir Vatnar Stefánsson varð í 2.-4. sæti á öflugu lokuðu móti sem lauk í Maplewood í Kanada á fimmtudaginn. Þetta er án efa sterkasta lokaða mót sem Vignir hefur tekið þátt í og hlaut hann 5½ vinning af 9 mögulegum, jafn Norðmanninum Aryan Tari og Króatanum Ivan Saric. Það var hins vegar Hollendingurinn Jorden Van Foreest sem sigraði með yfirburðum, hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum. Vignir var taplaus alveg fram í síðustu umferð er hann tefldi við Saric, komst ekki vel frá byrjuninni og tapaði í 26 leikjum. Taflmennska hans að öðru leyti var góð og hann hækkar um 10 elo-stig fyrir frammistöðuna og er nú stigahæsti skákmaður okkar með um 2.525 elo-stig. Hæstur á stigum í Kanada var Ivan Saric með 2.690 elo-stig en þeir Tari og Van Foreest koma ekki langt á eftir. Nokkur styrkleikamunur var á keppendum og Vignir átti alls kostar við suma andstæðinga sína:

Maplewood-boðsmót 2014; 6. umferð:

Vignir Vatnar Stefánsson – Renzo Guiterrez

Katalónsk byrjun

1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. g3 Rf6 4. Bg2 Be7 5. 0-0 0-0 6. d4 c6 7. Rc3 b6 8. Re5 Bb7 9. e4 Rbd7?

Svartur hefði átt að taka á c4 í 7. leik eða leika 7. … Rbd7 og fellur nú í þekkta gildru.

10. Rxc6! Bxc6 11. exd5 exd5 12. cxd5 Bb7 13. d6

Vinnur manninn til baka og peð í leiðinni.

13. … Bxg2 14. dxe7 Dxe7 15. Kxg2 Hfd8 16. Df3 h6 17. a3 a6 18. Bf4 Rf8 19. Hfe1 Dd7 20. Bxh6 Dxd4 21. Be3 Dd6 22. Had1 Dc7 23. Hc1 Dd6 24. Bf4 Dd7 25. Be5 Rg4?

Meira viðnám veitti 25. … R8h7.

 

26. Bxg7! Kxg7 27. Hcd1

Drottningin getur ekki haldið valdi á riddaranum. Eftirleikurinn er auðveldur.

27. … Rxh2 28. Kxh2 Dc7 29. Rd5 Dc6 30. He7 Dg6 31. Hd4 Re6 32. Hg4 Hh8 33. Kg2 Rg5 34. Hxg5

og svartur gafst upp.

Nokkur orð um tímamörk

Gildandi tímamörk á alþjóðlegum mótum, t.d. ólympíumótum, eru oft 90 30 á fyrstu 40 leiki og síðan á viðureignin að klárast 30 30, þ.e. 30 mínútur til loka að viðbættum 30 sekúndum á leik. Þetta þýðir að tímanum er ekki jafnt dreift á alla þætti skákarinnar. Úrslitaskák mótsins í Kanada var jafnframt lengsta skák mótsins. Baráttan var hörð og skemmtileg en þegar fram í sótti kom upp hróksendatafl þar sem tímaskorturinn kallaði fram furðuleg mistök beggja:

Maplewood boðsmót 2014; 7. umferð:

Van Foreest – Tari

Báðir keppendur voru naumir á tíma. Síðasti leikur hvíts var 58. Ha6-a8. Þó að fáir menn séu á borðinu er staðan ansi flókin og erfið úrlausnar fyrir Norðmanninn. Hér er best að leika 58. … c5+ 59. Kc3 He3+ 58. Kd2 He7 60. a6 Ke5! og svartur heldur jafntefli. Framhaldið varð …

58. … Hg1? 59. Hd8+?

Furðuleg mistök sem einungis er hægt að skýra með tímahraki keppenda. 59. a6! vinnur, t.d. 59. … Hxg6 60. a7 o.s.frv.

59. … Ke7?

Önnur mistök. Eftir 59. … Kc7 er staðan jafntefli.

60. a6! Hxg6

61. a7

Meira að segja þessi leikur er ekki sá nákvæmasti. Eftir 61. Ha8! verður svartur að gefa hrókinn fyrir a-peðið sem gerir úrvinnsluna mun einfaldari.

61. … Hg4+ 62. Kc5 Hc4+ 63. Kb6 Kxd8 64. a8(D)+ Kd7 65. Df8!

Þessi staða er unnin því að hrókurinn getur ekki til lengdar haldið stöðu sinni á c4. Van Foreest kunni vel skil á þeim leikþvingunum sem þarf til að koma hróknum frá c4 og vann skákina eftir 82 leiki.

Skákþættir Morgunblaðsins eru birtir á Skák.is u.þ.b. viku eftir að þeir birtast í Morgunblaðinu. Skákþáttur þessi birtist 27. júlí 2024

- Auglýsing -