FIDE uppfærði at- og hraðskákstig þann 1. ágúst 2024.
Atskák
Enginn á topp 20 listanum tefldi í mánuðinum og er Helgi Ólafsson (2504) því enn efstur. Olga Prudnykova (2164) er efst skákkvenna.
Ungir sem aldnir tefldu einnig lítið af atskák í mánuðinum og Benedikt Briem (2197) og Helgi Ólafsson (2504) eru því enn efstir á U20 og 50+ listunum.
Hraðskák
Í hraðskák er Vignir Vatnar Stefánsson (2513) enn efstur en Arnar Gunnarsson (2359) kom sér inn á topp 10 listann með góðum árangri á Alþjóðlega skákdeginum á Ingólfstorgi. Hjá konunum bætti Olga Prudnykova (2143) við sig á toppnum en Hallgerður H Þorsteinsdóttir (1999) fór úr 4. sæti í 2.
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2218) er stigahæsta ungmenni landsins en Benedikt Briem (2120) fór upp í 3. sæti með góðri hækkun. Hannes Hlífar Stefánsson (2434) er efstur á viskualdrinum en litlar breytingar voru á topplistanum.
Hækkanir
Theódór Helgi Eiríksson (1707) hækkaði mest í atskák, eða um 62 stig. Bræðurnir Örvar Hólm (1696) og Nökkvi Hólm (1510) hækkuðu báðir um meira en 50 stig.
Í hraðskák náði Benedikt Briem (2120) í 100 stiga klúbbinn en Sigurður Páll Guðnýjarson (1803) og Nökkvi Hólm Brynjarsson (1556) hækkuðu báðir um meira en 50 stig.
Flestar skákir
Vignir Vatnar Stefánsson og bræðurnir Adam og Josef Omarssynir tefldu allir 27 kappskákir í mánuðinum!
Gunnar Kr. Gunnarsson er duglegasti atskákmaður landsins ásamt Helga Haukssyni og lætur það ekki stoppa sig að vera orðinn 91 árs.
Benedikt Briem lét sér ekki nægja að hækka um 100 stig heldur tefldi líka flestar hraðskákir í mánuðinu eða 56.