Í dag fór fram 7. umferð á Evrópumóti ungmenna í skák. Róðurinn var heldur þungur í umferðinni en taflmennskan heilt yfir nokkuð góð. Skemmst er frá að segja, að Birkir tefldi eina af sínum betri skákum á árinu, í dag. Hróksendataflið lék í höndunum á honum, úrvinnslan var afar sannfærandi. Nokkur þemu komu upp, meðal annars biskup sem valdaði hálfhring riddarans, órækur riddari og köttaður kóngur.

Köttaður kóngur.

Guðrún Fanney er enn sá keppandi sem næst er toppnum í sínum flokki, og gerði jafntefli eftir að hafa þurft að verjast örlítið megnið af skákinni, gegn þreföldum meistara af ungmennamótum.

Miroslava, Birkir og Adam unnu sínar skákir. Emilía Embla, Guðrún Fanney, Katrín María, Pétur Úlfar, Theodór og Markús Orri Jóhannsson gerðu jafntefli. Aðrir töpuðu utan þeirra sem sátu yfir.

Adam vann í dag.
Liðsfundur við upphaf móts.

Úrslit 6. umferðar

Framhaldið

Krakkarnir hafa staðið sig vel í undirbúningi fyrir skákir. Fylgt eftir tillögum skákþjálfara með eigin skákrannsóknum. Í sumum tilvikum hafa verið tefldar æfingaskákir þar sem leyft er að ræða málin samhliða taflmennskunni. Þekkt aðferð, sem virkar.

Þjálfararnir náðust á mynd í dag áður en skákrútan var send til að sækja þá.

Frá hægri: Björn-Ívar, verkefnastjóri verkefnasviðs, Ingvar Þór almannahagsmunatengill, Gauti Páll starfsnemi og Daði gagnagreiningarfræðingur.

Um mótið:

EM ungmenna í skák 2024 fer fram í Prag, Tékklandi. Íslensku fulltrúarnir á mótinu er 23 talsins, sem er metfjöldi. Alls telur íslenski hópurinn í kringum 60 manns enda eru á svæðinu bæði foreldrar, ömmur og afar og ýmsir aðrir áhugasamir fjölskyldumeðlimir. Gríðarlega stór og flottur hópur.
Teflt er í aldursflokkunum u8, u10, u12, u14, u16 og u18.

Fulltrúar Íslands á mótinu eru:

Þjálfarar íslenska hópsins eru Björn Ívar KarlssonDaði Ómarsson og Ingvar Þór Jóhannesson. Gauti Páll Jónsson er mættur til leiks í seinni hálfleik að lokinni taflmennsku í Póllandi.

- Auglýsing -